Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Guð, Jehóva! vér göfgum þig
Höfundur:Thomas Thaarup
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.6–9
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1800
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Þetta er önnur þýðing Jóns á sama sálmi eftir Thomas Thaarup og er fyrri þýðingin birt næst á undan, fremst í bókinni, bls. 2–6. Er þar tekið fram að sálmurinn sé „[S]núinn úr dönsku eptir Thomas Thaarup og prentaður í Gamni og alvöru II, bls. 1–4.“ Þar segir einnig að þar séu „2 handrit hagnýtt auk bókarinnar.“ Í fyrri þýðingu hefst sálmurinn svo: “Guð Jehóva! þig göfgum vér“ og er þar ðeins 13 erindi en 16 í þeirri síðari sem hér er birt.
1.
Guð, Jehóva! vér göfgum þig,
glöð til þín hjörtun hefja sig,
sem vart og ert og verður hinn
velsældar mildi gjafarinn:
Hverr er sem þú, ó. Jehóva!
ert þú vor Guð, hallelúja!
2.
Við skinið af þinni skæru dýrð
skær fellur fram öll englahirð
og samhljóð fögur eilífðar
og himnesk júbil sjatna þar;
ei til söngraddar endast hljóð,
allt þegir, samtilbiður Guð.
3.
Guð! himnar þína hræðast makt,
hver sól fyrir þinni dvínar prakt,
allt með þinn heiður er uppfyllt,
öll prísar þig mergð himna stillt;
samsyngur jörð og sjór ávallt,
samstemma hrein er allt gjörvallt.
4.
Þú bentir – myrkra’ af móður sekk
mær skínandi hver sól fram gekk
og heimar hófu hringskeið sitt,
hið mikla allt söng valdið þitt:
Almáttkur ertu, Jehóva!
og hver þér jafn? hallelúja!
5.
Skínandi í sinni sælu dýrð
sér niðraf tróni Guð með hýrð
allt fullt af lífsins ótila;
en hvel öll, himnar himnanna,
hvað eru þér fyrir almakt hans?
það einn er dropi í hendi manns.
6.
Hef voldug, jörð og himinn! hljóð
syng: Helgur, helgur, helgur Guð!
heims ríkin yfir horfir þú
hvern hjartans þanka sér, og nú
allt er jafnnærri’ og eins stórt þér;
hjá öllu er Guð! – vor Guð er hér!
7.
Fram fall, þjóðstýrir! auðmýkt í
fyrir augsýn Drottins , tilbið frí!
kórónur Jóva blessar blítt,
burt andar Jóva trónum títt.
Ó, hauðurs guð! það hugfest þú:
að hann er Drottinn – mold ert þú!
8.
Fram krjúp með þínum fylki, þjóð!
full trúartrausts og göfgun bjóð!
vor faðir, Jehóva! þú ert,
vor faðir eins þá hirtir bert,
en þeim, sem rækir þín góð boð,
þú, faðir! lausnar svo sem Guð.
9.
Þitt boð er friður og himna-hóp,
því hefur sig þitt gleðihróp:
Þér, Drottinn! veri vegsemd ljós!
veg sannleiks kenna gjörðir oss.
Hverr er sem þú, ó, Jehóva!
ó, faðir! Guð! hallelúja!
10.
Allt lífið, sem í söfnuði,
sér upp til þín í voninni
þá milda opnar mund hvert sinn,
þú maðks og serafs faðirinn!
Hvern morgun upp þín mildi rann,
þú mettar allt með velþóknan.
11.
Út frá þér vorið yndælt fer
að prýða jörð, sem brúði, hér.
Þér hneigir axið ólétt sig
og haustsins gleðir mikla þig.
Þú klæðir oss með ullu lambs
mót ásókn vetrar kuldasams.
12.
Bragðstoltir jöfrar búast út
og boða stríð, foreyðing, sút.
Herskruggu þegar þrumar org
þá hrynja bæir, skelfur borg,
blóðs- treðst í -vaðli blessað ax;
nú bendir Guð – og ró er strax.
13.
Þig skíra stormar skæðir, Guð!
og skruggur duna. Þú ert Guð:
Þá hafið reisist himni mót
og hristist jarðar megin-rót
er það þitt boð, ó, Jehóva!
er þitt boð heill – hallelúja!
14.
Í náð vorn samfund álít, Guð!
uppfyll hvert hjarta með þinn frið!
Heyr þú vors ríkis herja-fjöld,
ó, herra! er grundar tróna völd;
með lukku blessa mildings dáð!
með visku blessa kóngsins ráð!
15.
Von fólksins, kónga- vorn -ættstaf
í verndun þinni, Drottinn! haf,
lát aldrei vanta verðan, er
vel stjórni fólki þínu hér!
Vort land með frjósemd velsign! styð
vorn hug í stríði’ og von í frið!
16.
Algæsku Guð! vér þökkum þér,
þig, Guð almættis! prísum vér.
Til vegs þér altari veri jörð,
vor himinn lyfting þessu gjörð!
Alls lífsins von er Jehóva,
alls lífsins raust, hallelúja!