Bókin segir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bókin segir

Fyrsta ljóðlína:Hafir þú lyst að lofa guð
bls. bl. bb VI
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Heilræði

Skýringar

Þó að kvæðið sé sett upp sem sextán samfelldar línur þá er það einfaldlega myndað af fjórum ferskeytlum.
Hafir þú lyst að lofa guð
með ljúfu hjartans geði,
ef elskar þú hans orð og boð
af allri ást og gleði,

forsóma þú ekki, maður, mig,
mér sást þú ei aðra líka.
En þó nokkur eggi þig
að akta ei ræðu slíka

lærdóm guðs eg ljúfan þér
og lofgjörð kenni sæta.
Blíð er einninn bæn í mér
sem böl þitt kann að bæta.

Þakkargjörðin þar með mæt
þegar gengur þér að vilja
og huggun sálar harla sæt
þá hér við skaltu skilja.