Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sjálfslýsing | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sjálfslýsing

Fyrsta ljóðlína:Hér með lýsist hjörva Þór
bls.505–506
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Hér með lýsist hjörva Þór:
hann á að vera skrafinn,
herðalotinn mjög og mjór,
mikið bólugrafinn.
2.
Hann er næsta höfuðsmár,
um höku og kinnar loðinn,
gult á kolli hefir hár,
hvergi búkur snoðinn.
3.
Seggurinn hefir söðulnef
sem er hátt að framan,
mælir oft frá munni stef,
mörgum þykir gaman.
4.
Ærið þungur undir brún,
ör og þver í lyndi,
meður litla hönd, en hún
heitir strá* í vindi.
5.
Upp í loftið álnir tvær
átta og sjö þumlunga
voga loga viður nær,
vegur tólf fjórðunga.
6.
Einatt hýrum augum vann
auðs á renna jarðir,
ei til handa annað kann
en að bregða gjarðir.
7.
Við þeim glæp sig vari fólk
sem vill að sínu búa:
honum fyrir ferskri mjólk
og feitu spaði að trúa.
8.
Eitt hans merki vitum vær,
víst ei forgleymandi:
ákaflega hann allur rær
eins á sjó og landi.
9.
Stundum klúr í orðum er,
augun hörð sem tinna. –
Ef hann fyrir einhvern ber
eigi þeir sem finna.

10.
Sporin stirðu fjaðra fljót,
forlát, systir góða!
borin hirðir blaði mót
þau bætist kost við glóða.
(Ljóðabók II, bls. 505–506)