Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kvæði um Jón biskup Arason og sonu hans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði um Jón biskup Arason og sonu hans

Fyrsta ljóðlína:Rögnis rósar minni / rekkum að eg inni
bls.499–507
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þríkvætt AABBCCC
Viðm.ártal:≈ 1550
1.
Rögnis rósar minni
rekkum að eg inni;
beint af biskup einum
bragsmíð að vér greinum;
norður á Hólum náði
nýtr að herrans ráði
að stýra stoltu láði.
*2.
Kenndi hann kristni fríða,
kirkjur reisti víða,
fjölda barna fermdi,
fólkið mér það hermdi,
vaktaði visku palla,
vígði klerka snjalla
með lestr og lof guðspjalla.
3.
Synir hans með sóma
sannlega prýddir blóma
stólinn studdu lengi,
stóð þá villan engi;
lögbrot urðu í landi
sem lýðum komu að grandi,
því olli óhreinn andi.
*4.
Á föstudaginn fyrðar,
fréttir eru það stirðar,
kátir kjötsins neyta,
kappar illa breyta;
seggja dróttin svinna
á sunnudögum vill vinna,
enginn má að því finna.
*5.
Maríu má hjá mengi
maðrinn nefna engi;
helga menn þeir hata
og hyggja sér slíkt til bata;
gjöra garpar þetta,
þeir gleyma veginum rétta
því púkinn vill þá pretta.
6.
Bjó einn bóndi ríkur,
burgeis var sá líkur,
hann vafði víf á armi
í vondum sifja karmi;
systrungs barn var sæta,
svo skal málsins gæta,
þess tjáir ekki að þræta.
*7.
Um hjónaband hirðir hann ekki,
heldur gjörir því hvekki,
með peninga plógi röngum
plágar hann kotunginn löngum;
ýtar ánauð hljóta,
ei gjörist margt til bóta,
friðarins fáir njóta.
8.
Herrann bjóst á Hólum
heiman nærri jólum
beint fyrir breytni ljóta
banni yfir þá skjóta;
reið með rekka fína,
rausnin tók að dvína;
döpur er dauðans pína.
9.
Virðar veislu magna,
voldugum herra fagna,
gera þeir orð úr gulli
og gáfu þau vopna Ulli,
bjó þó annað í brjósti,
bólgnir hörðum þjósti
sem stórum steini ljósti.
*10.
Þágu þar þegnar náðir,
þeir og synir hans báðir,
tel eg nú tryggðir varla
traustar mega kalla;
lýða lúðrinn gelli
lék á Sauðafelli
með nægðar nógu svelli.
11.
Kappar í Dalina kómu
og knúðu harða rómu,
sveitin Sauðfellinga
*sóttu að höggva og stinga;
hrottann gjörðu að hnýja,
hvorugir vildu flýja,
með pansara og plátu nýja.
*12.
Biskup bar þann vilja,
bragnar máttu skilja,
mælti við mennina sína
sem mun eg verða tína:
„Þá ráðin er róman stranga
ráðum til kirkju ganga,
frið munum vér þar fanga.“
13.
Skatnar skjótt að bragði
skildu hvað biskup sagði,
gengu garpar snjallir
glaðir til kirkju allir,
lagvopn lögðu niður,
lengi var það siður,
þenktu þar mundi friður.
14.
Aðrir eftir hlaupa,
ei má af slíku raupa,
höggva hart og leggja,
heiftin gjörir þá eggja;
drepa vilja þeir drengi
og dvelja ekki lengi,
letr þá lýða mengi.
15.
Kotungar kirkjuna brutu,
kvalarar byssum skutu,
þeir sem spjótin spenna
spíkur láta kenna;
meiddu mennina marga,
mun þá fátt til bjarga;
ill eru áhlaup varga.
16.
Höldar herrann fanga
hugar með ánauð stranga
og þá bræður báða
beint til öngra náða;
létu lýði hreina
í litlu stofu eina;
þá var margt til meina.
*17.
Rekkar gjörðu að ræna
röskva drengi og væna,
höfuðbúning og hnífa
hvar sem náði að þrífa,
völdu um vænleg klæði,
vopn og tygin bæði;
það eru þungleg gæði.
18.
Gull og gripina fríða,
getið er þess svo víða,
sessur og söðla breiða,
sæmileg beisl og reiða,
feita og fagra hesta
fyrða þurfti ei bresta;
nú er naglhald versta.
19.
Einn var allra verstur,
af ýtum nefndur prestur;
seggir þenna senda
suðr á burt að venda;
fór hann ferð svo hraða
fram til Bessastaða
með bréf sem bragna skaða.
20.
Danskir dvöldu ei viður,
drengrinn þessa biður,
ýtar með illsku pali
æða vestr í Dali;
þangað sem þýðir sitja
þundar nöðru fitja
grimmir gjörðu að vitja.
*21.
Tvennir tíu vöktu,
trúi eg þeir víða flöktu,
nauða nærri fóru
nýtum, þeim inni vóru;
bæði börðu grjóti,
byssum frá eg þeir skjóti
í húsið með hörðu blóti.
22.
Þá sonr hans sá nú þetta,
seggir mega það frétta,
hjálpaði herra sínum,
hræddist öngva pínu:
tók hann til og svifti,
trúi eg það miklu skifti,
og öllu af þeim kippti.
23.
Virðar vestan búast,
vilja til ferðar snúast,
fræga með sér fluttu
feðga á lífi stuttu;
lýðir láta meidda
ljótlega tilreidda
hesta af höndum greidda.
24.
Biskup féll af baki,
beinin trúi eg það saki,
kallaði kappa mengi
og kváðu hann bíða lengi,
hótuðu hörðum dauða,
horfist það til nauða;
tjáir nú ekki að trauða.
25.
Ari við ýta sagði,
ekki hann lengi þagði,
kvaðst ei kvíða dauða
þó kenndi sárra nauða:
„Herrann á himna pöllum
hjálpi sálum öllum
nær sem vér feðgar föllum.“
26.
Skatnar í Skálholt ríða,
skjótt mun tíminn líða,
byrgðu bragna í einni
baðstofu, þeygi hreinni;
var þá allt hið versta
valið í húsið gesta;
prúðir beiddust presta.
27.
Greiða játning glöggva
gjörðu, en ekki snöggva,
lásu af lausnarans pínu
lofið með vörum sínum;
ýtar einkis neyta,
ekki um það skeyta
hvernig höldar breyta.
28.
Á föstudaginn fína
þá faðir vor lét sig pína
bragnar með bóndann Ara
burt af staðnum fara;
gekk með glöðu bragði,
góða nótt öllum sagði,
háls undir höggið lagði.
29.
Hart nam hrævar þundur
hálsinn taka í sundur;
ýtar annan sækja
illsku fullir og klækja;
seggir sverðin reiða,
síra Björn þeir meiða,
guð mun veginn hans greiða.
30.
Þá var sóttur hinn þriðji
þó þess enginn biðji;
skatnar gjörðu að skunda
skjótt til biskups funda;
lýðr ei laganna gætir,
þeir leiddu hann út um stræti,
kvaddi hann fólk með kæti.
31.
Hélt á helgum krossi
herrann prýddur hnossi,
fór með flýti og *greislu
fagnandi sem til veislu;
biskup blessaði alla
en bragnar á kné falla,
leit eg hans líkann *valla.
32.
In manus einatt sagði,
orðin fleiri til lagði,
hann gaf sig guði með þetta
og gjörði hálsinn rétta;
þrisvar þrautir gisti
af þeim sem öxina hristi
en lofðung lífið missti.
33.
Einnig guð tók Ara,
allvel segi eg það fara,
en heilög þrenning herra
*hvorgi náði að þverra;
þeir er guðspjöllin gjörðu
gæskuna öngva spörðu,
síra Björn *sóttu að Jörðu.
34.
Vetrinn virðum líður,
vorið kom ei að síður,
bragnar búa til kistu
sem biskupinn sinn misstu;
heimanferðina hófu,
heldur lítið svófu
fyr en þá feðga grófu.
35.
Skatnar í Skálholt fóru
skjótt með angri stóru,
ljúfir líkin þvógu
og *lérept yfir þá drógu;
kappa í kistur lögðu,
*commendationes sögðu,
þjóðir ekki þögðu.
36.
Fluttu úr fornum skóla
feðga norðr til Hóla;
sálutíðir syngja
sumir, og klukkum hringja;
prúðir pelli skrýddu,
prestar letrið þýddu. –
Þeir hafi þökk er hlýddu.
37.
Durins dreggjar minni
dofnar fyrst að sinni;
geymi guð oss alla
og gleðji konur og kalla!
Hér skal hróðri létta;
hirði enginn að frétta
þó eg klifaði þetta.