Haltur og blindur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Haltur og blindur

Fyrsta ljóðlína:Haltan blindur sem hót sá eigi
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.295–296
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) ferkvætt: AAbb
Viðm.ártal:≈ 1800

Skýringar

„Snúið úr Gellerts kvæðum (Der Blinde und der Lahme í Fabeln und Erzählungen 1765, I, bls. 24). Eptir tveim handritum.“
1.
Haltan blindur, sem hót sá eigi,
hitti eitt sinn á förnum vegi.
Þegar gleðst hann um þanka stig
að þessi muni leiða sig.
2.
„Hvernig mun eg þér hjálpað geta?“
enn halti kvað, „er ei má feta,
þó sýnist mér þitt breiða bak
að borið geti yfirtak.
3.
Með því, ef nennir mig að bera,
mun eg þér leiðarsýnir vera.
Fæ eg þá styrkan fót hjá þér
en fullskyggn augu þú hjá mér.“
4.
Hinn halti fór á bak hið breiða
blindum, og prik sín þar nam reiða.
Hér gátu tveir því hjálpast að
hvorigur einn sem kom af stað.
5.
Gáfur eigi þú hefir hinna,
hinum er varnað gáfna þinna,
og af þörfnunar þessum hag
er þjóða sprottið samfélag.
6.
Nema þess annar neitun bæri
náttúran mitt sem bauð að væri,
hann mundi lifa sjálfum sér
en sorga lífið fyrir mér.
7.
Kær því ei guð um kjör þín, maður!
kostur annarra, þér synjaður,
björg er almenn sem bætir skort
bresti samfylgið ekki vort.