Um stundlega og eilífa velferð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um stundlega og eilífa velferð

Fyrsta ljóðlína:Almáttugasti eilífi guð og faðir
bls.H8v
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fimmkvætt AABBCC
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Stafsetning samræmd til nútímahorfs.
Bjarki Karlsson bjó til skjábirtingar.
1.
Almáttugasti, eilífi, guð faðir!
Auðmjúkt eg þakka allar þínar dáðir.
Fyrst það þú lést mig fyrir son þinn, Kristum
finna þá kynning í falli Adams miskunn,
þig svo ég þekki, þínu eftir orði
og sanntrúaður sæluhópinn verði.
2.
Þar með gafstu mér þinn son, Jesúm kæra
fyrir þá velgjörð sé þér eilíf æra
hver mig fordæmdan frelsaði úr dauða
ráð hef eg fengið fyrir blóð hans rauða.
Forlát mér allar framdar mínar syndir
fyrir hans nafn og heilögustu undir.
3.
Allt til síðustu andláts minnar stundar
trú mína varðveit tállaust, sem þig grundar
þinn eðla andi upplýsi mitt hjarta
að í þinni kynning eflaust megi skarta
gjörandi hvað þér, góði faðir, lyndir
hatandi fjandans flærð og allar syndir.
4.
Kærasti faðir, kýs eg nærvist þína,
gott þitt musteri gjör þú sálu mína.
Varðveit þú mig og vel án allrar rýrðar
í helgun og sóma, himneskrar til dýrðar.
Anlega þessa ypparlega gáfu
staðfest þú vel og styrk mig að eilífu.
5.
Framvegis vil eg, faðir í Jesú nafni
embætti og næring allt í blessan dafni,
þjeni með trúskap þinni tignar gæsku
haldandi trúnni hreinni með samvisku.
Veri til friðs með vel afdeildan mælir
þeim sem sitt nægir í þér kunngjörast sælir.
6.
Réttfenginn eiga, rýrlega þó að þyki
er betri en allt góðs óguðlegra, mikið.
Drottinn vel þekkir daga góðra manna
þeirra sem unir sinna blessan sanna.
Aldrei til skammar ærlegir menn verða
ógæfu tímar að þá vilja herða.
7.
Hallæris tímum holla næring finnur
hæstum velferlum hrein guðrækni manna
Mannlegri hrösun mjúka uppreisn veitir,
burt kastar ei né bráðar hefndir þreytir.
Þeirra í vanmegnan, þeim við síðu stendur
mest þá á liggur mildar réttir hendur.
8.
Augu vors drottins eru yfir réttlátum,
vel þeim hann óttast og vona í huga kátum,
svo þeirra sálum sviptir hann úr dauða.
Seðjandi þá á tíma hungurs rauða.
Þetta eg þakka þér minn ljúfi herra
óskandi mer svo einninn vildir gjöra.
9.
Frægasti faðir, frómu yfirvaldi
og föðurlandi, friður þinn viðhaldi.
Varðveit oss fyrir fölskum kennilýði,
drepsótt, hallæri, dýrri tíð og stríði.
Hús, kvinnur, börn og hreinskiptna þérnara
og alla sannkristna með æru og góðs bevara.
10.
Láttu þinn engil leiða oss og geyma,
óhreinum varna öndum sem vítt sveima.
Djöfli og hans þrælum drottinn móti standi,
fram leið þú þín börn, ó, faðir, son og andi!
Eg fel oss undir elsku Jesú vængi
um allar stundir, amen hjartað syngi.