Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Gömul bæn útlögð af herra Guðbrandi Þorlákssyni og í söng-vísu snúin af Þorvaldi Magnússyni.Fyrsta ljóðlína:Ó, þú skapari allra manna
Höfundur:Þorvaldur Magnússon
Heimild:Litla vísnabókin 1757. bls.F2k (bls. 136–142)
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Bænir og vers
Skýringar
Fyrirsögn:
Gömul bæn útlögð af herra Guðbrandi Þorlákssyni og í söng-vísu snúin af Þorvaldi Magnússyni. Tón: Líknarfullur Guð og góður, etc. 1. Ó, þú skapari allra manna,uppsprettubrunnur dásemdanna, hæstur guð allrar huggunar, heitir þú svo til eilífðar.
2. Þinn þjón, Davíð, um þig svo ræðirað þolinmóður og góðgjarn bæði sértu og líka líknargjarn sem ljúfur faðir við sitt barn.
3. Og þú reiðist ei ævinlega,enn þó við styggjum þig daglega endurgeldur þú oss ei frekt eftir misgjörða vorra sekt.
4. Syndanna þungi sárt mig kremur,sorgbitin önd mín til þín kemur í því trausti þú aumum mér ei muni skúfa burt frá þér.
5. Flatur með blygðan fell eg mínafram fyrir milda hátign þína, í Jesú nafni álít mig, ekki bið eg nú lítils þig.
6. Með því þú ert af miskunn ríkur,að majestat finnst þér enginn líkur, mildur syndugu mannkyni, mikillrar náðar gjafari.
7. Sökum þess nú þig sál mín biður,sig við forþénan Jesú styður mikinn velgjörning veita sér, vægðar leitandi nú hjá þér.
8. Að þín föðurleg mikla mildimér angráðum tilgefa vildi öll mín afbrot sem eru skeð, orðum, gjörðum og þönkum með.
9. Í mínum beinum finnst ei friður,fjöldi synda mér þrykkir niður sem ungur og gamall eg hefi drýgt. Ofbýður mínu hjarta slíkt.
10. Önd mína girndir illar kvelja,ómögulegt er þær að telja, innra barátta, ytra stríð, aumka þú soddan kvöl eg líð.
11. Blindleikans þverúð brjóstið villir,berast að stundum þankar illir. Þá soddan amar allt að mér, ó, guð! lát mig ei sleppa þér.
12. Syndir þær allar önd mín biðurað þú hyljir og sökkvir niður (svo aldrei verði augljósar) í afgrunn þinnar miskunnar.
13. Stór er mín bón því sárt vill svíðasyndin og fast á hjartað stríða því ein sú minnsta í hjá mér eilífra kvala verðug er.
14. Minnstu þó samt á, mildi faðir!hvað miklu stærra verðkaup það er sem Jesús lagði út fyrir mig en öll mín synd sem styggði þig.
15. Þá hans helgasta holdið fríðahlaðið benjum varð allt að svíða sárustu dauðans ofraun af þá anda blessaðan sinn upp gaf.
16. Hugleið nú þetta, Guð minn góður,gjörðist Jesús minn tryggða bróður þá hann bar mína synd á sér. Sekum því vægðu, faðir, mér.
17. Lát ei hans blóð og beiska pínu,er blessaður leið á holdi sínu, á mér verða til ónýtes. Af öllu hjarta bið eg þess.
18. Láttu mig, herra, nú þess njótaog náðuga aflausn hjá þér hljóta. Tak mig í sátt, eg tilbið þig, tyfta þó ekki í bræði mig.
19. Álít þíns sonar ógna pínuer hann stranga réttlæti þínu fullnægju gjörði fyrir mig, fram til dauða hlýðinn við þig.
20. Þar hann saklaus fyrir sekan bættisvo að eg hólpinn verða mætti. Hverninn kanntu þá, herra! mér hrinda í burt frá augsýn þér.
21. Þar minn Jesús í ofraun nauðaeilífan hefur smakkað dauða og svo réð deyja upp á það allt væri bætt og fullkomnað.
22. Er þá mögulegt, svo eg segi,að sonur guðs, Jesús, framar megi, í sínum lim, sem eg nú er, eilífa líða kvöl á sér?
23. Ó, nei, minn faðir, náðargjarni,nauðstöddu væg mér, þínu barni, réttlætis einninn minnstu míns mildasta Jesú sonar þíns.
24. Hugleið það, góði herra mildi,hann þá fyrir mig líða vildi og beiskleik pínunnar barðist í, bað hann um vægð á straffi því.
25. Þó vildi samt þitt ástar eyraekki í það sinn bæn þá heyra bænheyra svo þú mættir mig og mína líka, þá biðja þig.
26. Að vægð á straffi synda sinnaí sonar þíns nafni mættu finna, blessað eyra þá opnast þitt, andvarp bænheyrir þeirra og mitt.
27. Líttu nú í hans andlit fríða,ekki ónýttu hans hlýðni blíða sem hann til dauða sýndi þér að syndanna tækist gjald frá mér.
28. Svo allt hvað styggði elsku þína,ástleysi mitt við þig og mína og illlyndi minnar athafnar, ei reiknist mér til glötunar.
29. Þá eg hugleiði, hjartans faðir!hvað dýrmæt eðla farsæld það er, samviskan góð ósaurguð hér, syndakvittun og náð hjá þér.
30. Því meir langar mitt sorgfullt sinni,sæti Guð! eftir huggun þinni, ó, þú blessaða lífsins lind! Lífga mig þína skepnu-kind.
31. Svala þú þorsta sálar minnaraf sætleiksbrunni náðar þinnar, láttu hana og líka mig líknsaman drottinn! finna þig.
32. Það verður þér nú vegsemd mestaog verðug sigur-hrósan besta að þú meðtekur auman mig, eilífi Guð! í sátt við þig.
33. Það verður einninn englum þínumog útvöldum sam-bræðrum mínum orsök til þess að þakka þér þvílíka náð sem veittir mér.
34. Fagran lofsöng um aldir aldaútvalin guðsbörn munu þar halda yfir þeim öllum ásamt mér er aumastir fundu náð hjá þér.
35. Þennan lofsöng með þeim að syngjaþar sem himneskar raddir klingja um allra tíða eilífðer, æðstur drottinn, það veittu mér. Athugagreinar
Frumtexta sálmsins er ekki getið í Litlu vísnabókinni.
|