Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 001- Veni redemptor [gentium] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 001- Veni redemptor [gentium]

Fyrsta ljóðlína:Nú kom heiðinna hjálparráð
bls.bl. 1r–v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Tímasetning:1589
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Nú kom heiðinna hjálparráð Sálmurinn er kenndur við heilagan Ambrósius biskup í Mílanó (339–397), Veni redemptor gentium, og þýddi Lúther hann á þýsku, Nun komm, der heid - en Heiland. Íslensk þýðing birtist fyrst í Sálmabók Marteins biskups Einarssonar, Nú kom hjálp þín heiðin þjóð (nr. 19) sem byggir á danskri þýðingu, Kom Hedningers Frelser sand, sem er í Sálmabók Hans Thomissön 1569. Guðbrandur notar hér aðra þýðingu. Sálmurinn birtist í Graduale 1607 og í öllum sálmabókum og messusöngsbókum síðan allt til 1801. Hann kom að   MEIRA ↲
Hymnus. Veni Redemptor.
[Nótur]

1.
Nú kom heiðinna hjálparráð,
helgasta þetta meyjarsáð.
Undarligt virðist öllum heim,
að Guð vildi svo fæðast þeim.
2.
Ei af holdi né blóði manns,
heldur Guðs krafti og anda hans.
Orð Guðs einn maður orðinn er,
ávöxtur lífsins blómgast hér.
3.
Líf einnar jómfrúr ólétt var,
ókrenkt að meydóm þungann bar,
um dyggðir ljómar eins og sól
og var Guð þá í sínum stól.
4.
Svo gekk hann fram um svefnhús sitt,
sem var kóngligum sóma prýtt,
sjálfur Guð og einn sannur mann
sína leið fús að ferðist hann.
5.
Af föðurnum útgenginn er,
aftur til föðurs héðan fer.
Allt til helvíta ofan sté,
upp þaðan á Guðs hásæte.
6.
Föðurnum jafn að öllu er,
á sér holds sigurmerki ber,
leggjandi á sitt eilíft vald
eymdir vorar og veika hold.
7.
Ljómar nú jata lausnarans,
ljós nýtt gefur oss nóttin hans.
Ekkert myrkur það kefja kann.
Kristin trú býr við ljóma þann.
8.
Hæstum Guði sé heiður og dýrð,
hans syni lof og þakkargjörð.
Heilögum anda sé æ og nú
um aldir alda virðing sú.




Athugagreinar

1.  Bjarni Þorsteinsson, 1906–1909, bls. 403, 409, 477, 750–751.