Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Testamentið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Testamentið

Fyrsta ljóðlína:Fílemon, stórum gjalds með grúa
Þýðandi:Jón Þorláksson
bls.306–310
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:
Flokkur:Lífsspeki

Skýringar

„Snúið úr Gellerts kvæðum (Das Testament í Fabeln und Erzählungen 1765, I, bls. 34)
Eptir þrem handritum.“
1.
Fílemon, stórum gjalds með grúa
góðfús er höfðings-sinni bar,
gat þó ei alla gjört sér trúa
né gauðin forðast öfundar
hvernig sem hann í mein sér mest
margoft annarra græddi brest.
2.
Einnig þeir sem hann öfunduðu
aðstoðar nuta hans því meir;
honum þó sárast hatur buðu
hans nágrannar af öllum tveir:
Þeir hvíldu ei né létu lon
að lasta og spotta Fílemon.
3.
Hvar fyrir gjörðu þeir nú þetta? –
Því hann svo lukkugefinn var,
og honum gæfu sáu setta
sem mikið yfir þeirra bar;
eða var slíkt ei ærið nóg
illvirki fyrir last og róg?
4.
Eggjuðu vinir hann að hefna
á hinum sinnar forsmánar,
en slíkt var ei til neins að nefna.
„Nei, látið þá“ (hann gaf til svar)
„af öfund lasta mig sem mest
meðan þeim dugur til þess endest!
5.
Minn eftir dag þeir munu kunna
að meta hve þeim sómdi lítt
mér lukku þeirrar ei að unna
allfáir vel sem geta nýtt.“ –
Hann deyr, og finnst, sem hér er kennt,
hans eftirlátið testament:
6.
„Nær dauðinn býður það eg þrjóti
þá vil eg öllu mínu fé
tveir mínir grannar taki á móti
til þess að arfur þeirra sé;
af því þeir sjálfir aldrei mér
unnt gátu þess að njóta hér.“
7.
Fílemons vinir fullir ama
formæltu Testamenti því:
„Gat eg ei“ (hver einn sagði sama)
sýnt honum öfund líka frí?
þó lét hann gjörvallt þannig veitt
þessum tveimur en mér ei neitt.“
8.
Hinir tveir sjá með glöðu geði
gjafabréfinu fullnægt þar
því viskan mönnum þrek ei léði
þeim dögum á til málsóknar,
annars hefði þar aldrei fis
út komið þeim til hlutskiptis.
9.
En þannig fengu þeir án mæðu
þennan gjörvallan aura fans.
Ó! hversu mjög þeir oft í ræðu
upphófu dyggð ens sæla manns!
Sjálf rausnin nú, sem hæfði hrós,
hann var, og allra tíða ljós.
10.
Gat testamentis-gjöfin setta
gjört honum svoddan umbreyting?
því áður var hann aldrei þetta
á þeirra tungu land umkring.
En urðu – þeir sem fengu féð
farsælli nú? Það gæti skeð!?
11.
Áhrærum þá með orðum stystu,
athuguð beggja nýju kjör:
Annar þeirra gaf aura-kistu
í offur bæði ró og fjör.
Nirfillinn hendi nískri með
nótt og dag hana vakta réð.
12.
Oft vakir hann þótt aðrir hrjóti,
óskandi sér með tárum heitt
að vondra þjófa vélum móti
vitugum ráðum gæti beitt.
Dauðskelfdur þrátt úr fleti flaug,
fólans leitar þar draumur laug.
13.
Með þúsundfaldri þræls umsorgun
þjáir hann sig, að aukist féð,
og ræðst í móti rentu-borgun
að reyna ef helftin verði léð
en lætur hvern sem æskja vann
alltíð burt fara tómhentan.
14.
Fátækur át hann saðning sína
en sveltur aura mikla við.
Hann lætur fyrr sig hungur pína
en hálfan á sig borði kvið,
klagandi guð og óár aumt,
öllum skammtar hann sínum naumt.
15.
Svo er hann þeim ein sífelld mæða
en sér dagliga plága ný.
Sá annar garpur hann réð hæða:
„Heimsku þvílíka“, kvað, „eg flý,
eg vil brúka þann arf eg á
og lifa glaður sem eg má.“
16.
Heit þessi skjóta fylling fundu:
Á fáum árum gjörvallan
auð lítur sinn í annarra mundu,
óþekktur fótum sleikir hann
götur sem fyrri gasprað á
gortfullur hafði til og frá.
17.
Við hinn erfingjann hann þá segir:
„Hefir Fílemon þetta séð
að ríkdómurinn okkur eigi
auðgaði nema spilling með.
Þar fyrir hefir okkur ört
eigendur hann að sínu gjört.
18.
Þú kvelst og sveltur heilu hugri
af herfilegri nísku þó,
en eg plágast af örbirgð þungri
því öllu kastað hefi í sjó.
Við auðs makligir vorum því
villtur er hver hans brúkun í!“