| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8850)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Kveð eg sæta kvennaþjóð

Bls.336
1.
Kveð eg sæta kvennaþjóð
kann eg mætan semja óð
fagran læt eg sagna sjóð
svífa í gætin rímnaljóð.
2.
Þegar að gríman þögla fer
þrátt af gýmis djúpum hér
segi´ eg bríma þöllin þér
þá mun ríman láta mér.
3.
Meðan sefur dregla drós
draumur vefur blómarós
Óðinn gefur óðar hrós
andans hefur tendrað ljós.
4.
Meðan þjóðir vígs um völl
vaða blóðug undaföll:
glymja ljóð í herjans höll
heyri in góða menja þöll.
5.
Vopnaglaum af hnignum her
hátt sem straum að eyrum ber
slíkir draumar þóknast þér
þvíta nauma, líkt og mér.
6.
Íslendingum ei var lént
allt með fingrum setja´ í pent
Kunnu slyngir penna´ og prent
prúðir að hringja´ í ljóðamennt.
7.
Málara galdur mestur er
að mynda aldar sollið ver -
vígafaldar sveifla sér
samt á spjaldi standa hér.
8.
Herraslotin há og fín
hylja brotin, mynda lín:
Í hverju koti Hárs með vín
hýrist lotin bókin mín.
9.
Tign og auður af foldu fer
fellur dauður margur ver
en Sónar rauður sjór ei þver
Snælands hauður meðan er.
10.
Herjans ljómar freyjan fríð
faldin blóma um alla tíð!
Veittu sóma landi og lýð
lofs með hljómi ár og síð.





Athugagreinar

Mansöngur við fjórðu rímu, Göngu-Hrólfsrímu.