| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8850)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Meðan stríð og myrkur fer

Bls.327
1.
Meðan stríð og myrkur fer
margar yfir þjóðir
hlýðið svannar sætir mér
sælir bæði´ og góðir!
2.
Því að ætíð yðar til
eigrar hugur á kvöldum
þegar að sól við sæluskil
sveiflar rökkurtjöldum.
3.
Oft hafa margir yður skemmt
óðar smiðir meiri
og fyrir yður strenginn stemmt
stæltari skáldin fleiri.
4.
Okkar var það ætíð hrós
að vér fornar sögur
fléttuðum í rósa rós
rósum skrýddar bögur.
6.
Enn er ekki Iðunn dauð
ennþá lifir Saga
hafísseyjan hvergi snauð
horfir enn á Braga.
7.
Enn eru meyjar, enn er sól
enn er fögur rósin
enn eru stjörnur, enn eru jól
enn eru norðurljósin.
10.
Rám er harpa, rámt er kok
römm eru sköpin norna
öldum færi´ eg Óðins rok
eftir greppa forna.



Athugagreinar

Úr mansöng við fyrstu rímu, Göngu-Hrólfsrímu.