| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Eftir dott og dauðamók


Um heimild

Þáttur Benedikts Blöndal á Húnahorninu 28. febr. 2022: Samkomuhúsið á Móhellunni. https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18904
Eftir dott og dauðamók
dragnaðist brott að vonum.
Skolaði þvottinn, skyrtu og brók
skein ei gott af honum.


Athugagreinar

Benedikt segir þannig frá aðdraganda vísunnar:
Það voru oft fjörug sumarböllin í gamla daga og stóðu jafnvel fram undir morgun. Á sunnudagsmorgni einum þegar Ásgrímur bóndi á Ásbrekku gekk út á bæjarhlað sitt og gáði til veðurs, var honum litið niður að ánni sem rann hljóðlega neðan við brekkuna. Þá sér hann þúst á bakkanum. Það var fimmtánda helgin og ball í samkomuhúsinu kvöldið áður, en flestir gestir farnir. Þústin tekur að hreyfa sig og sést þá, að þetta er maður sem sennilega hefur orðið fyrir óhappi, því hann er að þvo eitthvað upp úr ánni. Þá varð vísan til og varð fljótlega fleyg.