Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku í Vatnsdal 1911–1988
EITT LJÓÐ — 34 LAUSAVÍSUR
Ásgrímur fæddist að Ási í Vatnsdal 29. desember 1911. Foreldrar hans voru: Ingibjörg Benediktsdóttir og Kristinn Bjarnason. Þau bjuggu aldrei saman og var Ásgrímur alinn upp hjá ömmubróður sínum, Guðmundi Ólafssyni alþingismanni í Ási, og konu hans, Sigurlaugu Guðmundsdóttur.
Um tvítugt kvæntist Ásgrímur Ólöfu K. Sigurbjörnsdóttur, ættaðri úr Dölum, og áttu þau saman fjögur börn. Nýgift tóku þau hjón á leigu jörðina Kötlustaði í Vatnsdal og bjuggu þar í nokkur ár. En árið 1936 stofnuðu þau nýbýlið Ásbrekku í Vatnsdal á einum MEIRA ↲
Ásgrímur fæddist að Ási í Vatnsdal 29. desember 1911. Foreldrar hans voru: Ingibjörg Benediktsdóttir og Kristinn Bjarnason. Þau bjuggu aldrei saman og var Ásgrímur alinn upp hjá ömmubróður sínum, Guðmundi Ólafssyni alþingismanni í Ási, og konu hans, Sigurlaugu Guðmundsdóttur.
Um tvítugt kvæntist Ásgrímur Ólöfu K. Sigurbjörnsdóttur, ættaðri úr Dölum, og áttu þau saman fjögur börn. Nýgift tóku þau hjón á leigu jörðina Kötlustaði í Vatnsdal og bjuggu þar í nokkur ár. En árið 1936 stofnuðu þau nýbýlið Ásbrekku í Vatnsdal á einum fimmta hluta jarðarinnar Áss. Vorið 1946 drukknaði Ólöf í Vatnsdalsá í miklum vorleysingum. Þetta varð mikið áfall fyrir Ásgrím og börnin.
Nokkru síðar kom Guðný Guðmundsdóttir, ættuð af Vestfjörðum, til hans sem ráðskona með ungan son sinn. Þau giftust og börnunum fjölgaði. Þau bjuggu á Ásbrekku til 1954 en þá brugðu þau búi og fluttust til Akraness. Eftir tveggja ára dvöl þar fluttu þau aftur að Ásbrekku og bjuggu þar til 1962. Þá fluttu þau til Reykjavíkur og starfaði Ásgrímur þar um hríð hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Hann andaðist 20. ágúst 1988. (Heimildir: Húnvetningaljóð, Akureyri 1955 og Grímur Gíslason: Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku í Vatnsdal. Tíminn 30. ágúst 1988).
↑ MINNA