Stökur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Stökur

Fyrsta ljóðlína:Oft á blíðri aftanstund
Heimild:Baldursbrá.
bls.bls. 39
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Oft á blíðri aftanstund
allt er hvíldi í blundi
vina minna eg fór á fund
er feginn hjá ég undi.
2.
Ekki gekk ég eða reið
ekki var ég borinn
ekki ég í lofti leið
sem lóan blíð á vorin.
3.
Kyrr ég sat í sama stað
samt var ég á flugi.
Undra láttu þig ei það
því það var hann Hugi.
4.
Kyrr ég sat í sama stað
samt var ég á flugi.
Undra láttu þig ei það
því það var hann Hugi.
5.
Og fari ég að finna þig
fer ég sjálfur þeygi;
hugurinn fer það fyrir mig
því fljúga kann ég eigi.
6.
Þó að veik sé hindruð hönd
og hlekkjum reyrður fótur
í hæðir lyftist eldfleyg önd
yfir fjöll og gjótur.



Athugagreinar

m/Stefán ekur allt um kring/Jói í Stapa
IHJ á aðra sögu og var farþegi í Jóa á Hveravallamótið 1990, við komum að sunnan, en 1978 ók Jói ásamt félögum úr Lýtingsstaða og Hlíðarhreppum suður á landbúnaðarsýninguna á Selfossi, komum suður Kjöl en fórum norður Sprengisand, held við höfum mætt Þingeyingnum á norðurleiðinni.