Kvæði flutt herra Sveini forseta að Blönduósi ´44 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kvæði flutt herra Sveini forseta að Blönduósi ´44

Fyrsta ljóðlína:Dagur nýr á sviði sögu
bls.bls. 64
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Kvæði flutt herra Sveini Björnssyni forseta að Blönduósi 1. ágúst 1944
1.
Dagur nýr á sviði sögu
sviptir myrkri, þoku lyftir
breiðir roða um björg og skriður
brosir grund í daggar flosi.
Angan stígur úr engi og túni
ilma runnar í varma sunnu.
Fagnar tunga, fuglar syngja
fögrum rómi í sólarljóma.
2.
Stírur falla af augum öllum
ólgar dugur í blóði og huga
Æska vakir með vösku bragði
víkur að starfi í nýju ríki
græðir hrjóstrug grundar fleiður
grýttar ryður urðir og skriður
stýrir á miðin fögru fari
feiknavélum stjórnar af leikni.
3.
Vísindi á framtíð varpi ljósi
vit skal létta hörðu striti.
Listir fagrar lýsi kostum
lands og þjóðar með snilld í blóði.
Feðratungan falli löngum
frjáls og hrein í stuðla málsins.
Menn og konur signi sannorð
saga lands um alla daga.
4.
Fyrsta Íslands fursta hyllir
fljóð og halur um nes og dali
öndvegishöld í ættarlandi
yfirbjóðanda frjálsrar þjóðar.
Verði honum allar vættir hollar
víki grand frá þjóð og landi.
Fylgi honum bæði heill og heiður.
Höfuð þjóðar skal mæra í ljóði.