Til Lofts | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til Lofts

Fyrsta ljóðlína:Fjörutíu vor og vetur
bls.bls. 82
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Fjörutíu vor og vetur
veröld á þér þekkir skil
Láttu nú sjá, hvað Loftur getur
og lifðu jafnmörg árin til.
2.
Myndaðu fagra meyjarkroppa
melódíur settu á blað
veiddu laxa, er vaskir hoppa
veittu fjör á hverjum stað.
3.
Líð þú svo með léttu geði
líkt og snekkja um tímans haf.
Hljóttu jafnan happ og gleði.
Heill þér, mikli fotograf!