Jón Stefánsson Kagaðarhóli sextugur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jón Stefánsson Kagaðarhóli sextugur

Fyrsta ljóðlína:Kveðju flyt ég karli er situr á Kagaðarhóli
bls.70
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1948
Flokkur:Afmæliskvæði
1.
Kveðju flyt ég karli, er situr á Kagaðarhóli
sextugur og sæmdum girtur
af sýslungum og grönnum virtur.
2.
Haldgóð rök og handföst tök þú hafðir jafnan
fram þú steigst með festu og þori
fáir sáu þig skrika í spori.
3.
Hvorki fum né flærð og skrum í fari þínu
nokkur maður ennþá eygði
enginn þig af götu sveigði.
4.
Hlý og klökk sé héraðs þökk á heiðursdegi
Slíka hrausta og heila drengi
Húnvetningar eigi lengi.
5.
Vættir góðar vítt um óðal veifi sprota
hollar bónda, svanna og sonum
í sjötíu liði ef fer að vonum.