Hvar er guðsorð? | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hvar er guðsorð?

Fyrsta ljóðlína:Er guðsorð aðeins í gömlum skræðum
Heimild:Glæður.
bls.59
Viðm.ártal:≈ 0
Er guðsorð aðeins í gömlum skræðum
er geymst hafa um nítján alda skeið?
Nei, það er í hverju riti og ræðum
sem reisa vita á heimsins leið:
Í hverri bending sem efa eyðir
og eykur víðsýni göfugs manns.
Í hverri hending sem hugann leiðir
frá hindurvitnum til sannleikans.
2.
Er guðsorð aðeins hjá góðum klerkum
sem geta lyft oss á Nebóstind?
Nei, það er einnig í ýmsum verkum
sem endurspegla guðs dýrðarmynd.
Í hverju brosi sem kuldann hrekur
er kærleiksneisti sem tendrar bál.
Í hverri athöfn sem vorhug vekur
er verndarengill - og guðamál.