Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Eiríksjökull | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Eiríksjökull

Fyrsta ljóðlína:Hátt yfir eldhraun auðnarstorku
Heimild:Glæður.
bls.48
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hátt yfir eldhraun auðnarstorku
Eiríksjökull við himinn gnæfir.
Táknmynd vakandi anda og orku
sem öskufall tímans hvergi svæfir.
Hann stendur á verði styrkum fótum
í stormum og frosti mátt sinn eykur.
Hans veldi er ekki af veikum rótum
né visnar sem brunninn fífukveikur.
2.
Hver getur séð þig sjóli fjalla
þinn svipinn heiða og faldinn bjarta
án þess að finna eigin galla
og örin stingi þá í hjarta?
Þín tignarmynd, þitt traust og festa
sem tæmist ei þótt aldir líði
hún skákar þeim, sem bjargráð bresta
þótt blási um stund og undir svíði.
3.
Þér bregður lítt, þótt bylur geisi
og brennur síst af ástarfuna.
Á þér sér enginn eirðarleysi
og aldrei heyrist þrautastuna.
En hver vill skrýddur klakafeldi
á kynjaslóðum fram til heiða
taka við þinni tign og veldi
og töframátt í lýðinn seiða.