Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Við fánýt gögn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Við fánýt gögn

Fyrsta ljóðlína:Við fánýt gögn í fúnu kuldahreysi
Heimild:Glæður.
bls.22
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Við fánýt gögn í fúnu kuldahreysi
ég fæst við ljóðagerð
og verkefnið er eigið auðnuleysi
en engin skýjaferð
því flugmagn er úr fjöðrum mínum brostið
og fagra leiðarstjarnan kulnað skar
mitt hjarta kaldri heljarþrumu lostið
þar hljómar aðeins bergmál þess sem var
2.
Þótt óður minn við eigin kjör sé bundinn
og engin lífvæn rós
þá heill sé þeim er hlutu stærri pundin
og hafa tendrað ljós
því svo er ekki þröngsýnn enn minn andi
að ei ég finni að þökk og heiður ber
þeim öllum sem hér unna þjóð og landi
og eiga stríð við myrkravaldsins her.
3.
Ég trúi því að hver sem kærleik gleður
hann kenni fræði dýr
hann þyrstum svalar, þurfalinginn klæðir
og þjóðum hæli býr.
Hið góða fræið getur aldrei dáið
því guðlegt afl því veitir dögg og sól
svo björkin vex þótt bleikan kvist þið sjáið
og breiðir limið grænt við ysta pól.
4.
Og máske lengra en andan sjón vor eygir
og ofar mána og sól
sá frelsismeiður laufgað limið teygir
og lífgar það sem kól.
Ég helgri lotning lít þann dag í anda
er lyftist skörin og ég fá að sjá
með sigurpálmann sáðmennina standa
og sífellt hærri og fegri þroska ná
5.
Og þótt ég viti að bjúgur blikna hlýt ég
og brot mín kannast við
ég einnig veit að meiðsins mikla nýt ég
og mun því öðlast frið
því allt hið góða er óslítandi þáttur
Guðs eilíf náð í hverjum geisla skín
hver ljúfur blær er Alvalds andardráttur
hver ómur vorins friðarljóð til mín.