Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ár líða hratt | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ár líða hratt

Fyrsta ljóðlína:Sumarsins sólhærðu morgna
bls.231
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Sumarsins sólhærðu morgna
er sál mín alltaf að þrá
sem eyða þokunni þöglir
þunglyndum heiðum frá.
2.
En sóldögun daggrík á sumri
situr þó stutt við völd:
Hún breytist í blikandi daginn
hún breytist úr degi í kvöld.
3.
Ár líða hratt yfir himin
og heim með blæléttum þyt
það slær á þau gullinni slikju
það slær á þau silfurlit.
4.
Í minningu dauðlegra manna
er margvísleg teikn að sjá:
Sum árin, sem liðin eru
þar englavængi fá.
5.
Þau daglega í hug þínum halda
heilaga bænagerð.
Þau stara á þig barnsaugum bláum
þau blessa þig hvar, sem þú ferð.
6.
Ár líða hratt. Ég hefi
heyrt þeirra vængjaslög
út yfir eyðisanda
inn yfir heiðadrög.
- - -
7.
Vorgestur minn og vinur
við verðum saman þann dag
- Hvað varða mig vængjaslög tímans?
Hvað varðar mig sólarlag.