Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenska |
Flokkar
Allt (1291)
Afmæliskvæði (11)
Ástarljóð (10)
Baráttukvæði (3)
barnagælur (1)
Biblíuljóð (3)
Brúðkaupsljóð (1)
Daglegt amstur (8)
Eftirmæli (13)
Ferðavísur (3)
Formannavísur (1)
Fræðsluljóð (1)
Gamankvæði (18)
Háðkvæði (8)
Hátíðaljóð (2)
Heilræði (1)
Hestavísur (2)
Hindisvík (2)
Holtavörðuheiði (3)
Húnaþing (8)
Húnvetningar (7)
Hyllingarkvæði (4)
Jóðmæli (1)
Jólaljóð (3)
Kappakvæði (1)
Lífsspeki (2)
Ljóðabréf (6)
Náttúruljóð (48)
Oddi (1)
Rímur (1)
Sagnakvæði (1)
Sálmar (2)
Sálmur (2)
Skáldsþankar (44)
Strandir (2)
Söguljóð (11)
Söngvamál (1)
Tíðavísur (1)
Tregaljóð (4)
Þululjóð (1)
Ættjarðarkvæði (15)
Ævikvæði (2)
Stjáni - Kristján JóhannssonFyrsta ljóðlína:Ég þekki ekki feril þessa manns
Höfundur:Björn G. Björnsson
Heimild:Glæður. bls.73
Viðm.ártal:≈ 0
1. Ég þekki ekki feril þessa mannsen þó finnst mér augljóst vera að fáir myndu í förin hans fúsir stíga og útlagans lýjandi byrði bera. 2. Með lélegan klæðnað, lamað geðer léttur var nægta forði að vita sig eins og valdalaust peð sem viðsjálir taflmenn leika með á mannlífsins mikla borði. 3. Það held ég sé hin þyngsta raunþrengingum flestum stærri. En hinir sér berja og blása í kaun sem bitlinga fá og eftirlaun og meta sig höfði hærri. 4. En hver er minnstur og mestur þarer Meistarinn sjálfur dæmir? Er hann mestur sem orður bar eða hinn sem án möglunar bikarinn beiska tæmir? 5. Nú eru gerð upp skuldaskileitt skeiðhlaup á enda runnið. Að koma í hlýju úr hrakningsbyl það hygg ég að Stjáni hafi unnið til. Hans dagsverk af dyggð var unnið. 6. Þótt falli til jarðar feyskin eikþað fjöldinn oft lítils metur. Og eins þótt hún felli blöðin bleik í bitrum lífsins sorgarleik á einn veg sem endað getur. 7. Það fjarri sé mér að fella dómhann fellir sá rétt er metur. En ljóðdísin kveður klökkum róm þá kastað er mold á helsært blóm við endaðan ævivetur. 8. En þó er það svona, að þögnin einoft þróttmesta kenning flytur. Og ætla að túlka innri grein með orðagjálfri um visna grein er gagnslaust sem gervilitur. 9. En biðja þeim góðs, sem burtu ferþótt bænin sé flutt í hljóði er aldasiður sem ávöxt ber svo eins vil ég, Stjáni, fylgja þér úr hlaði með ljúfu ljóði. 10. Þú, drottinn, sem heyrir hjartans málog hugraunir allar skilur læknaðu hverja sjúka sál er særð kemur yfir dauðans ál en andvörp sín öðrum dylur. |