Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ólöf frá Hlöðum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ólöf frá Hlöðum

Fyrsta ljóðlína:Þú fæddist í fátæktar hreysi
Heimild:Glæður.
bls.67
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Þú fæddist í fátæktar hreysi
þig fóstraði örbirgð slík
við andþrengsli og umkomuleysi
þó ertu samt gjöfum og rík.
2.
Þú drakkst af dýrum veigum
þann draum í vöggugjöf
að æðri köllun vér eigum
en eilífa moldargröf.
3.
Þú þráðir að þroskar mega
við þekkingar svalalind.
Þá særðist þín sálin fleyga
því samtíðin var svo blind.
4.
Þér varnað var vísdóms að leita
og víðsýnis, hitt var þér kennt
það aðalsmark ofríki að beita
sem innst var í sál þína brennt.
5.
Þú krenktist af kveljandi striti
þann krossinn með auðmýkt þú barst
það lýsti þér logandi viti
svo lífgjafi öðrum þú varst.
6.
Þú sást inn í hulduheima
við hækkandi vængjatök
þinn anda var alltaf að dreyma
um ónumin skilningsrök.
7.
Ég vona að sá dýrðardraumur
um dagrenning hafi ræst
þinn hlutur sé nú ekki naumur
úr nauðþurftum hafi bæst.
8.
Farðu vel frænka kæra;
fordæmi gafstu mér.
Af þér er mér ljúft að læra
hvert líta í nauðum ber.
9.
Ég læt mig líka dreyma
land fyrir handan ál
þar vil ég hitta þig heima
og hlusta á þín spekimál.