Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Lýðveldisljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Lýðveldisljóð

Fyrsta ljóðlína:Lýsi fögur frelsissól
bls.63
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Lýsi fögur frelsissól
fjallatind og eyjasund
faðmi öll hin byggðu ból
blessað land á þinni grund
veri barni vöggugjöf
veki blóm á dauðra gröf.
2.
Feðratungan forn og snjöll
felld í stuðla ríms og máls
hrein og skær sem haustsins mjöll
hlý sem geislar arinbáls
bergmál seiði úr hamrahlíð
hljómi um fiskimiðin víð.
3.
Hver í sinni stöðu og stétt
styðji lands og þjóðar hag.
Verjum Íslands óðalsrétt
einum huga, nótt sem dag.
Frjáls sé lund og frjáls sé mund
fram á vora hinstu stund.
4.
Saga lands vors öld af öld
arfinn helga geyma skal.
Þó að hylji tímans tjöld
týndar grafir, fallinn val
fáni Íslands, frjáls á stöng
frægður skal í ljóði og söng. 1944