Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vaktaskipti | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Vaktaskipti

Fyrsta ljóðlína:Ókominn dagur.
bls.25
Viðm.ártal:≈ 0
Ókominn dagur.
Enn er nóttin blá.
Köld - djúpblá.

Hvítvængjaður hestur
bíður með slaka tauma -
bíður þess
að morgunninn stökkvi sér á bak.
Hann skekur makkann -
hristir úr sér hroll
næturinnar -
viðbúinn
að þeysast af stað -
viðbúinn því
að morgunninn dragi þokublæjur
af hverju fjalli -
hverri heiðarbrún.
Döggin er svöl við hófana -
döggin liggur
eins og silfurtár
á vængjunum hvítu.

Loks -
loks sveipar nóttin að sér
blámanum -
bregður kossi
á vanga morgunsins.

Hvítvængjaður hestur
skeiðar loftið -
fnæsir af ánægju.
Á baki hans
situr morgunninn.
Gullið hárið
flaksast fyrir vindi.
Hann ber sprota
settan sólargeislum -
ópal-lita skýjaskó
á grönnum fótum.