Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Í Engihlíð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Í Engihlíð

Fyrsta ljóðlína:Nú finn ég fylgjur rísa
bls.2002 bls. 31
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Nú finn ég fylgjur rísa
úr fylgsnum hér og þar
þeim ekki er unnt að lýsa
þar enginn finnur svar.
En hvað mun veginn vísa
svo vitnist aldarfar
á landi elds og ísa
sem allt svo fátækt var?
2.
Í Engihlíð ég kýs í kvöldsins svala
að koma við og heyra úr jörðu tala
þær raddir sem mér tjá úr tímans hafi
þá tilveru sem þar er öll á kafi.
3.
Því allt sem gerist allífsfilman geymir
og allt til loka myndatakan streymir
um mannkynsheiminn stóra líkt og lækur
uns líf hvers manns er skráð og sett í bækur.
4.
Ég sit og hugsa á bakka Blöndu minnar
um bæ sem stóð og naut hér veru sinnar.
Um bæ sem var með lífi langar aldir
uns lífdagarnir urðu að fullu taldir.
5.
Í Engihlíð á árum fyrstu byggðar
var ábúendum deilumál til hryggðar.
Þeir sekum manni aðstoð vildu veita
svo vígaferli hófust milli sveita.
6.
Og þannig má víst mannsins sögu rekja,
þar misklíð löngum orkar frið að hrekja.
Og enn í dag er vandséð nijög hvað miðar
í málum þeim sem stefna að heimi friðar.
7.
Því jafnvel hér var oft sá andi á ferðum
sem ekki hlýddi neinum friðargerðum.
Hann finnst hér ennþá undir jarðarstráum,
svo óralangt frá himni fagurbláum.
8.
Svo margt, svo margt er handan réttra raka
og raunaþung hin hvíldarlausa vaka.
Um mannleg skipti erfítt er að dæma
og eitt er víst að fæstuni mun það sæma.
9.
Ef sleppt er haldi á agans skylduskorðum
þá skapast stundum böl af sögðum orðum.
Því geðrík tjáning talar sínu máli
á tungu þeirri er dregur hljóm úr stáli.
10.
Ég sársauka að hjarta finn hér flæða,
úr fyrri tíðar undum virðist blæða.
Í mörgu spori finn ég fylgjur stríðar
við forlög sterk í sögu Engihlíðar.
11.
Ég horfi í mold og merki þunga strauma
sem meiddu saklaust líf sem átti drauma
en lenti í martröð milli þiIs og veggja
á markalínu veruheima tveggja.
12.
Og dýpstu samkennd bundna bróðurþeli
ég býð þeim manni er lenti í sortaéli,
og gat ei varið sál þeirn svörtu skuggum
er sveima stundum allt of nærri gluggum
13.
Ég reyni hér að rýna í gamlar sagnir
þó rjúfi tengslin langar, djúpar þagnir.
Á staðartengdri filmu fyrri tíða
ég finn svo margt sem erfitt er að þýða.
14.
Svo fæstu af því má fram með lausnum skila,
í fjölþraut slíkri kraftar mínir bila.
En nokkrar rúnir bundnar bæjarstæði
ég birta vil í einu litlu kvæði.
15.
Ég fell á kné og bæn frá brjósti leitar
ég bið í trú með sálarlindir heitar
að þungir straumar undir angursbárum
eyðist hér og blæði ei meira úr sárum.
16.
Ég bið minn Guð sem lífsins vegi varðar
að verma hér með blessun fylgjur jarðar
svo kyrrist allt á kynslóðanna sviði
sem kallar eftir ró og sálarfriði.
17.
Það færist yfir ljós er lífgar stráin
sem legið hafa á velli, köld og dáin.
Við birtu hreina laugast land og finnur
þá leysingu sem stærstan sigur vinnur.
18.
Því fyrirgefning fjötra alla slítur
og fordæmingu hverja niður brýtur.
Með kærleika hún fæst við fylgjur stríðar
og friðar dýpstu rætur Engihlíðar.