Minni Íslands | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Minni Íslands

Fyrsta ljóðlína:Þú gamla, mæra móðurgrund
bls.18
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1884
1.
Þú gamla, mæra móðurgrund
vér minnumst þín á gleðistund
þú kynsælt kappaland
sem fannahjálm á höfði ber
og heitan eld í brjósti þér
úr silfurskærum elfum er
þitt ítra mittisband.
2.
Þú móðurfold, vér minnumst þín
á meðan drottins röðull skín
á hvíta jökulkinn.
Að vinna allt sem orkum vér
vort ættarland til heiðurs þér
það fagra takmark setji sér
hver sannur mögur þinn.



Athugagreinar

Á þorrablóti á Akureyri 1884