Minni skólastjóra J.A.Hjaltalíns | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Minni skólastjóra J.A.Hjaltalíns

Fyrsta ljóðlína:Vér einhuga fagnandi færum
bls.13
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1882
1.
Vér einhuga fagnandi færum
þér farsældaróskir í dag
og algóðan alföður biðjum
að annast og blessa þinn hag.
2.
Þitt góðfræga nafn mun ei gleymast
en geymast hjá komandi lýð
og skyggðum á sögunnar skildi
þar skartar um ókomna tíð.
3.
Já, lifi þín minningin mæra
á meðan hin skínandi sól
með ylgeislum alskærum ljómar
á ísþaktan hájökla stól.



Athugagreinar

Á afmælisdegi hans 21. mars 1882