Álfasöngur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Álfasöngur

Fyrsta ljóðlína:Göngum háum hólum úr
bls.9
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1881
1.
Göngum háum hólum úr
höldum dans í kveld
látum aðra lýði
leika sér við eld.
Stígum, stígum vorn dans; stynur freðin grund
silfurrúnir ritar máni ránar á sund.
2.
Horfum á og horfum á
höldar kveikja eld
uppi´ á háum hólum
á heilagt gamlárskveld
Stígum, stígum vorn dans ...
3.
Sjá þeir ei og sjá þeir ei
svartan álfafans
sem á hálu hjarni
harðan stígur dans.
Stígum, stígum vorn dans ...
4.
Verum kátir, kveðjum ár
kveðum snjallt og hátt
allir álfar dansa
ávallt þessa nátt.
Stígum, stígum vorn dans ...
5.
Allir flytja álfar sig
áramótin við
hlaupa þá í hópum
um hól og klettarið.
Stígum, stígum vorn dans ...
6.
Kveðjum dag og kveðjum ár
kveðum álfasöng
undir rámum rómi
rymur fjallaþröng.
Stígum, stígum vorn dans ...
7.
Höldum vora hóla í
hættum nú í kveld
látum aðra lýði
leika sér við eld.
Stígum, stígum vorn dans; stynur freðin grund
silfurrúnir ritar máni ránar á sund.



Athugagreinar

Á gamlárskvöld 1881 héldu skólapiltar á Möðruvöllum í Hörgárdal brennu allmikla. Nokkrir bjuggust sem álfar; stigu þeir dans og sungu kvæði það er hér fer á eftir.