Skáldahróður | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Skáldahróður

Fyrsta ljóðlína:Enginn lærir atómljóð
bls.30
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Enginn lærir atómljóð
eða syngur rímlaus kvæði.
Enda þó þau þyki góð
þau eru bara lesin hljóð
án þess svelli í æðum blóð
eða nokkuð fjörið glæði.
Enginn lærir atómljóð
eða syngjur rímlaus kvæði.
2.
Beri enginn á það skyn
orð með söng að kveða af munni
mörgum þætti þetta kyn
það er meiri ósköpin
ef svo verður listin lin
lengst og best sem þjóðin unni
beri enginn á það skyn
orð með söng að kveða af munni.
3.
Íslensk þjóð er allt of slyng
að hún hafni sínum kvæðum.
Ýmsir þekkja Íslending
út um heimsins víðan hring
varla telja hann vesaling
vanti sumt af heimsins gæðum
hann er frægur fyrir þing
frægstur þó af eigin kvæðum.