Kveld í Æðey | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kveld í Æðey

Fyrsta ljóðlína:Nóttin hlý við dáinn daginn drauma ræddi.
bls.40
Viðm.ártal:≈ 0
Nóttin hlý við dáinn daginn drauma ræddi.
Aftanskin um Æðey flæddi
eins og himni sjálfum blæddi.

Liggur allt í logadýrð um lög og strendur.
Heim við bæinn æður, endur
eiga vini á báðar hendur.

Út við strönd sér eiga fund í aftansvala
unnarsteinn og öldur hjala
eins og huldumáli tala.

Fékk ég, eyja, ást á þér og unað þínum.
Flyt svo hér í fáum línum
fegins þökk í óði mínum.