Hillingar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hillingar

Fyrsta ljóðlína:Hinumegin við hafið blátt
Heimild:Ströndin.
bls.76
Viðm.ártal:≈ 1930–1940
Hinumegin við hafið blátt
hillingalandið skín.
Eg beini sjónum í sólarátt
og silfrið um vogana glitrar dátt
og geislarnir leika með gullin sín.
Þá kýs eg að vinda upp voð
í vorblæ á mjallhvítri gnoð
og sigla glaður minn sjó
með síþaninn streng og kló.
- - -
En eg er bundinn í báða skó
og brennd eru skipin mín.