Minningar IV - Ben.Sveinbj. Gröndal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Minningar IV - Ben.Sveinbj. Gröndal

Fyrsta ljóðlína:Nú sit ég er sólin hnígur
bls.65
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Nú sit ég er sólin hnígur
við sæinn og minnist þín.
Eins vítt og vorbjarminn flýgur
til vesturs, þín stjarna skín.
2.
Á meðan í dökkum dölum
þú dvaldir í jarðarreit
áttir þú athvarf í sölum
sem auga fjöldans ei leit.
3.
Á meðan harmtárin hrundu
og hretkul þeim breytti í snæ
gyðjur þér blómsveiga bundu
við bládjúpan eilífðarsæ.
4.
Í höllum sem aldrei hrynja
þú hlýddir á guðanna söng
og heyrðir straumana stynja
í stormi, frá jarðlífs þröng.
5.
Fegurð um himin og hauður
sér helgaði auga þitt fyrr.
Nú blikar allur sá auður
eftir við tímanna dyr.
6.
En sjálfur er söngvarinn liðinn. -
ég sit við kvöldroðans brú
og að því spyr aftanfriðinn
hvar eigi hann ljóðheim nú.