Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ísland - ættjarðarljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ísland - ættjarðarljóð

Fyrsta ljóðlína:Bergið sem myndar þín bláköldu fjöll
bls.103
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Bergið sem myndar þín bláköldu fjöll
brimið sem skolast um klettótta strönd
nóttin sem umlykur álfa og tröll
er aflið sem knýr mína smágerðu hönd.
2.
Landið sem ól mig, ljós þess og myrkur
lágvaxni gróður og vindbarða storð
er veikleiki minn og von mín og styrkur
mín vitskerta hugsun, mitt síðasta orð.
3.
Allt sem ég veit og allt sem ég þekki
á upptök í steini sem grunar ei neitt.
Og þótt holskeflur falli, ég óttast þær ekki
því óhvikult grjótið og ég erum eitt.