Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Til „Hagyrðingafélagsins“ | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Til „Hagyrðingafélagsins“

Fyrsta ljóðlína:Vér áttum ei silfur né seðla
Heimild:Kvistir.
bls.145
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Vér áttum ei silfur né seðla
oss safnaðist aldregi gull
og málsstofa okkar var ekki
sem auðmannshöll rángripum full.
2.
En þar var samt andlegur ylur
og útsýnið hindraði´ei neitt
og þar var hver einasta þilja
með þúsundir hugmynda skreytt.
3.
Hver gluggi mót ársól var opinn
þar andaði vorblær í gegn
svo hlýr og svo ljúfur og léttur
oss lifnaði þróttur og megn.
4.
Þar enginn var æðri né lægri
þar algerður jöfnuður bjó
vér lærðum þar allir af öllum
hver einstakur neytti sín þó.
5.
Að ljósi vér leituðum ávallt

að ljósi með einurð og þor
því ljósið er frumvaki lífsins
og ljósið er konungur vor.
6.
Því lífi sem sem ljúfast er myrkur
er lokuð hver einasta skrá
en lykil að himnanna himni
á hugur með ljósgeislaþrá.
7.
Ó, vinir, ég þakka, ég þakka
ég þakka hvert einasta spor
sem gengum vér saman í gleði
og guð láti smáblómin vor
8.
í framtíðar vorgeislum vermast
og vaxa, ef það mætti ske
að gleddu þau grátþrunginn bróður
á göngu sem örmagna hné.
9.
Ó, Bragi, þú guð allra goða
þín guðspjöll í sál vorri mæl
þið börn hans með kærustu kveðju
ég kveð ykkur - verið þið sæl.