Þorrablótsvísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þorrablótsvísur

Fyrsta ljóðlína:Lífið er svo langt
bls.35
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1870

Skýringar

Sungnar í samsæti á fyrsta þorradag 1870
1.
Lífið er svo langt
leiðist þeim, sem strangt
eiga móti straumi þess að stríða.
Allt of stutt það er
æ það finnum vér
er það vill ei eftir okkur bíða
gleðistundir stormi hraðar líða.
2.
En ið sanna er
að á fáum vér
eigum ráð af stuttum lífsins stundum;
því vér köllum kross
hvern þann tíma´, er oss
eigi glaum og gleði´ við vér undum
öllum hinum óska lengri mundum.
3.
Þetta þorrakvöld
- það skal vita öld -
það er eitt af þeim sem ráð á eigum.
Því skal þess vel gáð
það eitt er oss ráð
að nota það sem mest og best vér megum
og gleðjast allir gullnum himinveigum.
4.
Ofar skýjum skín
skæra gleðin mín
leikur öndin létt sem fis í vindi.
Betur ár og öld
eins og núna í kvöld
sérhver stund oss ávalt léki´ í lyndi
Einskis framar óska neinn þá myndi.
5.
Drekkum allir út!
Öll mun drukknuð sút
þá vor loksins ófullur er engi.
Það skal endir óðs
öllum biðja góðs
helst þó sérhver óski´, í góðu gengi
að sjálfur megi´ hann lifa vel og lengi!