Paradísarmissir | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Paradísarmissir

Fyrsta ljóðlína:Ó, hvar ertu nú
Höfundur:John Milton
Þýðandi:Jón Þorláksson
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ó, hvar ertu nú
aðvörunar
ræðandi raust?
er röðli ofar
postullegur heyrði
á Pathmeyju
sjóna sjáandi
er þú svo við gallst:
„Vei fólki því
er á fold byggir!“
2.
Er nú annað sinn
illur dreki
hefir fastráðið
friði að spilla
og með ofsafeikn
ofan geysar
harðsólginn hefndar
yfir höfuð manns.
41.
Eg em aumastur
allra þeirra
aðeins yfir þeim
í ógæfu.
Þvílíka gleði
hefir gefið mér
í minn ávinning
ofmetnaður.
48.
Far nú vel, þú von
og með voninni
far vel ótti þú
og yfirbót!
Allt gott er mér tapt
og á enda kljáð;
þú skalt í þess stað
þá hið vonda!
gjörast mér jafnan
gott upp héðan.

(Satan lítur Adam og Evu í Paradís)
53.
Ó, þið hugljúfu hjón
hvort við annað!
lítið viti þið
hve liggur nærri
umbreyting voleg
á ykkar hag
þá er þverra mun
þessi gleði
og þið sorg seljast
því sárari
sem þið meiri hafið nú
munað hafið.
54.
Sæl þið að sönnu
en hvað sæld ykkar
ótryggleg er
og illa geymd!
. . .

(Kvöld í Paradís fyrir syndafallið)
62.
Nú kemur kvöld
og kufli steypir
heldur húmleitum
yfir hvaðvetna
fylgdi þögn því
og þegar voru
dýr í foldarflet
og fugl í hreiður
til nætur næðis
niður komin.
78.
Blíður er árblær
blíð er dags koma
fylgja henni tónar
töfrafullir
árvakra fugla
sem er eyrna lyst.
79.
Blíður er röðull
þá er breiðir hann
austan árgeisla
á unaðs foldir
yfir grös, eikur
og aldini
sem þá deig glansa
fyri döggfalli.
80.
Blíður er sá ilmur
sem upp af jörð
eftir regn rakri
rauk í blóma;
blíð er kvöldkoma
í kælu mildri
og hljóðlát gríma
með helgum sér
fagurrödduðum
fugli þessum.
81.
og með mána þeim
er svo milt lýsir . . .