Dagur er liðinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Dagur er liðinn

Fyrsta ljóðlína:Dagur er liðinn og dimman
Höfundur:Longfellow
bls.135
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Dagur er liðinn og dimman
drúpir af vængjum á Nótt
sem fjöður fyrir arnsúg
ef örninn ber yfir fljótt.
2.
Sé ljós úr þorpinu þarna
þokuregninu í
finn leggja um mig leiðindaseiðing
- get ekki gert að því.
3.
Seiða af leiða og löngun
sem leggur ekki í gegn
og það eitt á skylt við mæðu
sem þokan á skylt við regn.
4.
Æ, finndu nú fyrir mig kvæði
svo fái ég ljúfan brag
lægt þennan leið seiðing
og losnað við daginn í dag.
5.
Ekki eftir fornskáldin frægu
sem hófu upp svo háfleygan söng
að óminn ber enn úr fjarska
um aldanna löngu göng.
6.
Því jötungangurinn þeirra
- sem jóreið yfir hjarn -
minnir á krappar kröggur
en í kvöld er ég værugjarn.
7.
Finn skáld, sem kvað lægra, svo ljóð hans
þau liðu hjartanu frá
eins og skúrir úr sumarskýjum
eða skínandi tár á brá
8.
sem átti erfiða daga
og fann ekki næturfrið
en heyrði þó undrasöngva
í huga sér kveða við.
9.
Þá hljóma stenst áhyggjan ekki
þeir vægja hennar viðbrögð hörð
og líða´ yfir líkt og blessun
að lokinni bænagjörð.
10.
Og lestu í því kostakveri
þitt eigið uppáhaldsljóð
og fáðu þeim orðum skáldsins
þín fagurskærustu hljóð.
11.
Og nóttin skal enda taka
og áhyggjur dagsins við það
eins og reyfarar reka af sér tjöldin
og rjúka í ofboði af stað.