Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Húsaliljurnar á Hallfreðarstöðum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Húsaliljurnar á Hallfreðarstöðum

Fyrsta ljóðlína:Hjá mér lifa liljur tvær
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.77
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hjá mér lifa liljur tvær
er leituðu á mínar slóðir
ég hefi vermt og vökvað þær
og verið þeim góður bróðir.
2.
Millibil er mjótt að sjá
minna kæru lilja
ég held þær geti hvíslast á
hverju sem þær vilja.
3.
Ef önnur þeirra eygir það
að eitthvað hina beygir
hún sig dregur henni að
hnípnar við og þegir.
4.
Ef þeim gengur eitthvað mót
eða eftir þeirra geði
sýnast þær af sömu rót
sjúga hryggð og gleði.

5.
Síðan leit ég liljur þær
lífi una sínu
finnst mér allur annar blær
yfir húsi mínu.
6.
Í vor mín kæru vetrarstrá
verða bæði dáin
og veikum fæti er ég á
eins og blessuð stráin.

7.
Þessa besta ósk ég á
ævin þegar dvínar
að sál mín verði saklaus þá
svo sem liljur mínar.