Bæjarvísur í Laxárdal - Þingeyjarsýslu | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Bæjarvísur í Laxárdal - Þingeyjarsýslu

Fyrsta ljóðlína:Birningsstaði brátt ég finn
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Heimild: Alþýðuvísur Lögbergs
1.
Birningsstaði brátt ég finn
býr það glaður Árni
stundar hraður hagleik sinn
happamaður greiðvikinn.
2.
Halldórs- stóra -stað er léð
stjórn af Þórarninum
sér hann rór um fólk og féð
fylgir stjóra önnum með.
3.
Þverár dýra fleytir frón
fjár órýrum grúa
vel þar býr að sögn og sjón
sveita stýrir hygginn Jón
Var ásamt Jóni Jóakimssyni á Þverá, hreppstjóri í Helgastaðahreppi á þeim tíma er þetta var ort.(I.A.)
4.
Gísli ræður Auðnum á
eik- með flæðarbríma
dugnað gæða sýnir sá
seint því mæðist orkan kná.
5.
Hróðrarvíra hörpu fikt
Hamars snýr að setri
ungur býr þar Benedikt
baugatýr með geð óstirt.
6.
Guðjón, snýr að garði þá
grein ófýru, kvæða
Ljótstaða býr með iðni á
ómatýru baldur sá.
7.
Selja hrings á Hólum er
harmi þvinguð ekkja
heiti Ingibjargar ber
búi slynga umsjón lér.
8.
Kasrthvamms brekka blómfögur
búsæld hnekkir varla
best sem þekkir bragna hvur
býr þar ekkjan Sigríður.
9.
Þar var sóma sitt við bú
situr Tómas líka.
Harpan góma hraðast nú
hása róminn stöðva þú.