Brennivínsljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Brennivínsljóð

Fyrsta ljóðlína:Nú má ekki nokkrum dropa spilla
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Nú má ekki nokkrum dropa spilla
nú þarf bæði hönd og geð að stilla
því Káinn gamla kom ég til að fylla
hvort sem guði líkar vel eða illa.

2.
Í víngarð hans Chubbs, þegar veðrið var gott
þó vanti oft gullið í mundu
fyrstur þar kem ég og fer ei á brott
fyrr en á elleftu stundu.

3.
Og varla að borðinu verð ég of seinn
þó viti og æru þar förgum.
Ég gleymi mér stundum og gleypi þá einn
það sem guð hafði ætlað mörgum.

4.
Hjá ríkisbændum rausn ei dvín
ef rétt er skýrt frá þeim;
þeir drekka bjór og brennivín
hver býður öðrum heim.

5.
En samt mitt nafn er sjaldan nefnt
ef svona stendur á
og þá er illum árum skemmt
ef einn er settur hjá.