Nafnlaust | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nafnlaust

Fyrsta ljóðlína:Þú ert bundinn, þanki minn
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Þú ert bundinn, þanki minn
þungum undir kvíða
sú er fundin fróunin
fljótt þær stundir líða.
2.
Yfir plágu myrkra mér
mögla tjáir eigi
en ég þrái gegn um gler
geisla sjá af degi.
3.
Þó má svala þreyttri sál
það sem skal í huga
við þig tala trúarmál
tignin almáttuga.