Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ort eftir för að Skógum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ort eftir för að Skógum

Fyrsta ljóðlína:Fróðleikskosti fann ég mér
bls.35
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:2000
1.
Fróðleikskosti fann ég mér
fljótt í Skógum næga.
Þjóðlífshollan blóma ber
byggðasafnið fræga.
2.
Þar er gefin sögusýn
sem í minni stendur.
Hrifin var þar hugsun mín
hátt um tímans lendur.
3.
Safnið allt er kostum krýnt
kann sitt gildi að boða.
Þar er gestum sitthvað sýnt
sem er vert að skoða.
4.
Þar er að verki Þórður enn
þjóðarminjum bjargar.
Slyngir eru slíkir menn
slá á nótur margar.
5.
Það að efla þjóðararf
þrátt er skyldan mesta.
Þórður vinnur þannig starf
það sjá augu gesta.
6.
Fann ég eins og fleiri þar
fróðleikskosti næga.
Mér í hendur blessun bar
byggðasafnið fræga.