Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sálmur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Sálmur

Fyrsta ljóðlína:Guðs elska kom frá himni hér til jarðar,
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Sálmar
1.
Guðs elska kom frá himni hér til jarðar,
og hjá oss birtist fylling sinni í,
er Jesús fæddist, í jötukofa hjarðar,
en jólaljósið gyllti himinský.
2.
Með friðþægingar-fórn, og kærleik sönnum,
og fullkomlega helgu lífi hér,
hann æðstan fögnuð færði öllum mönnum,
— þann fögnuð sem um eilífð aldrei þver.
3.
Og fyrr en aftur upp til himins hafinn,
og hér á jörð fullkomnað hvert hans skref,
í upprisunnar undra ljóma vafinn,
hann orð þau mælti: „Eg frið minn yður gef.„
4.
Krists Jesú elska. fögnuður og friður
nú fái að ríkja hjá oss þessi jól;
og í lífi voru leggi’ ei völdin niður
unz lífs vors hnígur hinzta dagsins sól.