Jökulsá á Breiðamerkursandi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jökulsá á Breiðamerkursandi

Fyrsta ljóðlína:Jökla háu fjöllum frá
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Jökla háu fjöllum frá
flytur á að vörum
ólgugrá í úfinn sjá
undan bláum skörum.
2.
Móðan æðir engu stæð
út af flæðum hranna.
Djúpri blæðir íssins æð
undir klæðum fanna.
3.
Út til græðis engu stæð
inn á svæði hranna.
Djúpri blæðir íssins æð
undir klæðum fanna.
4.
Bungan skríður skarasíð
skefur hlíð og dranga.
Sandinn sníður vegavíð
vatnagríður stranga.
5.
Sund og lænur súðavæn
sveimar kænan lága.
Hýr í blænum hlíðin græn
hlær við sænum bláa.
6.
Elfarsund, eg á í lund
óm af fundi þínum
og er bundinn ættargrund
öllum stundum mínum.