Án heitis - ort í sumarfríi norður í Húnavatnssýslu | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Án heitis - ort í sumarfríi norður í Húnavatnssýslu

Fyrsta ljóðlína:Minjahringum mæla fer
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Minjahringum mæla fer
mínar kringum slóðir.
Kveðjur syng ég helstar hér
Húnvetningar góðir.
2.
Sól frá dregur sortaský
sífellt opnast leið á ný
Þumlung grillir þarna í.
Það er enginn vafi á því.
3.
Autt ei getur fundið fet
ferðalúinn halur.
Inn í vafinn ísanet
ertu Laxárdalur.
4.
Minna kjara brýt ég band
best það svarar geði.
Nú skal fara í Norðurland
nú skal vara gleði.
5.
Lífsins hála harmanótt
hugann stálum klípur
minn þó sálar magnar þrótt
meðan skálin drýpur.