Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vorkoma | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Vorkoma

Fyrsta ljóðlína:Er ísana leysti frá landi
bls.82-83
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Er ísana leysti frá landi
lifnaði sveitin úr dvala.
Blærinn kom sunnan af sandi
og sólin var farin að tala.
2.
Og vornóttin veldi sitt eykur
vindarnir fjörkippi taka
sér blærinn í loftinu leikur
og lóan er komin til baka.
3.
Þá dalsáin drekkur sig fulla
dansandi syngur og æðir
og börnin frá bæjunum sulla
um bakkana, þar sem hún flæðir.
4.
Þá man ég að hópur af hænum
við haugana áttu sér sporin
og grasið á gamla bænum
það grænkaði snemma á vorin.
5.
Á mýrinni kindurnar kroppa
klárarnir túngarðinn naga.
Af kátínu kálfarnir hoppa
en karlarnir slóða draga.
6.
En heima það heyrist ei lengur
að hófurinn kveði við sporið.
Á túninu traktorinn gengur
og traktorinn sér ekki vorið.