Nótt | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nótt

Fyrsta ljóðlína:Vaki ég einn, þá inni sefur drótt
bls.36
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Vaki ég einn, þá inni sefur drótt
andar mér vorið hlýtt í sunnanblænum.
Á kvöldroðans glæður kyrrlát starir nótt
kveðjandi dagur ljómar yfir sænum.
2.
Hljótt er í sveit og söngfuglanna kliður
sofnaði vært í faðmi þínum, nótt.
Hjúpar allt landið hátign, ró og friður
huldumál þagnar fæ ég til þín sótt.
3.
Nú er ég fjarri mannsins glaum og gleði
er glepur með léttúð tilheyrandi sinn.
Hér er sú dýrð, er Drottinn okkur léði
dulmáttug lotning grípur huga minn.
Myrkhærða nótt, já, móðir ert þú dagsins
mjúkhent og gjöful veitir þreyttum frið
og þú er drottning, drottning sólarlagsins
draumanna veldi, það er lágnættið.