Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Götumessa | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Götumessa

Fyrsta ljóðlína:Þú stendur á strætishorni
bls.2017 22. tbl. bls, 7
Viðm.ártal:≈ 2025
1.
Þú stendur á strætishorni
og stóryrðum þeytir í hring
og vísar öllum og öllu
í eilífðar fordæming.
2.
Og hjarta þitt skelfist og hrærist
af hugsuninni um það
að allt eigi eftir að lenda
í eilífum kvalastað.
3.
Þú telur þinn trúmálavefur
sé toglaus og skínandi hreinn
þó uppistaðan sé eldur
og ívafið brennisteinn.
4.
Þú hamast og hrópandi lemur
höfðinu steininn við
– og segist feta í fótspo hans
sem frelsaði mannkynið.
5.
En hver skyldi komast lengra
í að kenna okkur sanna trú:
Kristur af hásæti kærleikans
– eða úr kvölum helvítis þú.