Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Nú ríkir sönglaus vetur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Nú ríkir sönglaus vetur

Fyrsta ljóðlína:Nú ríkir sönglaus vetur og allt er autt og kalt
bls.183
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

Upphaflega munnleg heimild - Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir
Nú ríkir sönglaus vetur og allt er autt og kalt
einn um dimmar nætur má ég vaka.
En þegar vorið kemur þá umsnýst þetta allt
þá aftur kemur stúlkan mín til baka.

Ég gleymi vetrarhörmum og gleðst við sól og dag
í greinum trjánna vorsins fuglar kvaka.
Í kapp við sunnanblæinn ég kveð mitt ástarlag
því komin er nú stúlkan mín til baka.


Athugagreinar

Höfundur mun hafa samið ljóðið við kunnugt lag þó ekki syngi hann né tónaði, en kona hans, Sigríður Stefánsdóttir prestsdóttir frá Auðkúlu hafði fagra söngrödd og lék bæði á gítar og orgel. Honum var aftur léð kraftur orðsins og list hins ljóðræna. Yngri dóttir þeirra Hólmfríður Kolbrún kann þá sögu af þessu söngversi, að mamma hennar var að koma utan af Blönduósi og heyrði þá sungið í bílnum lag sem hún lærði strax en mundi ekkert af textanum nema stúlkan mín til baka. Hún hélt að það hefði verið Skagfirðingur sem söng. Lagið er skoska lagið við ljóðið um Loch Lomond.